Tilgreind séreign
Sjóðfélögum er heimilt að ráðstafa allt að 3,5% af skylduiðgjaldi sínu í tilgreinda séreign.
Lífeyrissjóður Rangæinga hefur gert samstarfssamning við Frjálsa lífeyrissjóðinn um móttöku og ávöxtun þeirra iðgjalda sem sjóðfélagar kjósa að ráðstafa í tilgreinda séreign, en sjóðfélögum er heimilt að gera samning við annan vörsluaðila, kjósi þeir það.
Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér þær reglur sem gilda um tilgreinda séreign annars vegar og samtryggingu hins vegar á eyðublaði um ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign eða í 15. kafla samþykkta sjóðsins.
Óski sjóðfélagi eftir að greiða hluta af skylduiðgjaldi í tilgreinda séreign þá þarf að fylla út eyðublað um ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign.
Óski sjóðfélagi ekki sérstaklega eftir ráðstöfun í tilgreinda séreign þá fer allt iðgjald í samtryggingu.
Ráðstöfun í tilgreinda séreign til annars vörsluaðila |