Lífeyrissparnaður í Arion appinu

Sjóðfélögum Lífeyrissjóðs Rangæinga býðst einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnað sinn í Arion appinu þar sem hægt er að sjá áunnin og áætluð eftirlaun við starfslok og skoða áhrif þess að fresta eða flýta töku lífeyris.

Arion appið er opið öllum og því ekki nauðsynlegt að vera í bankaviðskiptum við Arion til að nýta sér kosti þess að fylgjast með lífeyrissparnaði sínum í appinu.

Ef þú ert ekki nú þegar með Arion appið þá er mjög einfalt að sækja það í gegnum snjalltæki.

 

Sækja appið fyrir síma með iOS stýrkerfi (s.s. iPhone)

Sækja appið fyrir síma með Android stýrikerfi (s.s. Samsung o.fl.)