Lífeyrir

Lágmarksiðgjald er lögum samkvæmt 15,5% fyrir alla launþega og sjálfstæða atvinnurekendur 16-70 ára og skiptist í 4% framlag launþega og 11,5% framlag launagreiðanda.

Lífeyrissjóður Rangæinga var 100% samtryggingarsjóður til 2016 en nú hafa sjóðfélagar val um að ráðstafa allt að 3,5% af 15,5% lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign.

Hlutverk sjóðsins er að tryggja elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri samkvæmt samþykktum.

Skylduaðild er að Lífeyrissjóði Rangæinga á grundvelli svæðisbundinna samninga Verkalýðsfélags Suðurlands, Félags iðn- og tæknigreina og Samtaka atvinnulífsins en sjóðurinn er opinn öllum.

Réttindaávinnsla nýrra sjóðfélaga er aldurstengd. Árið 2006 voru gerðar breytingar á réttindaávinnslu hjá Lífeyrissjóði Rangæinga. Réttindaávinnsla nýrra sjóðfélaga varð þá aldurstengd og eins réttindaávinnsla þeirra sjóðfélaga sem fæddir eru 1. ágúst 1981 eða síðar. Aðrir eldri sjóðfélagar færðust í jafna réttindaávinnslu eða blandaða leið, allt eftir því hvernig forsaga viðkomandi sjóðfélaga var hjá sjóðnum. Nánari umfjöllun um grundvöll lífeyrisréttinda er í 10. kafla samþykkta sjóðsins.