23.07.2019

Fjármálaráðuneytið staðfestir breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Rangæinga

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Rangæinga sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 14. maí sl. Nýjasta útgáfa samþykkta Lífeyrissjóðs Rangæinga sem tekur gildi frá og með 1. ágúst 2019 er nú aðgengileg á vefsvæði sjóðsins hér.

Helstu breytingarnar á samþykktum sjóðsins snúa að innleiðingu á samkomulagi um breytingar á samningi ASÍ og SA um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samkomulagið felur í sér breytingar varðandi ákvæði um stjórnkerfi lífeyrissjóða, s.s. varðandi ársfundi, fulltrúaráð og stjórnir. Þá gerir samningurinn jafnframt ráð fyrir því að komið sé á fót samráðshópi um lífeyrismál sem hittist tvisvar á ári til að ræða stöðu og þróun lífeyriskerfisins, málefni lífeyrisjóðanna og framvindu á grundvelli kjarasamningsins.

Til baka