Sagan

Lífeyrissjóður Rangæinga var stofnaður 12. janúar 1971 og voru stofnaðilar samtök vinnuveitenda í Rangárvallasýslu, iðnaðar- og verkamannadeild Verkalýðsfélagsins Rangæings og Bílstjórafélag Rangæinga. Fyrsti formaður stjórnar var kjörinn Hilmar Jónasson en aðrir í stjórn voru Garðar Björnsson, Hilmar Jónsson og Páll Björnsson. Filippus Björgvinsson var framkvæmdastjóri sjóðsins um langt skeið. Hann lét af störfum í árslok 2001 eftir rúmlega 25 ára starf í þágu sjóðsins.

Stærð og fjöldi

Sjóðfélagar eru um 11.000 og stærð sjóðsins rúmlega 11 milljarðar króna.

Stjórn

Stjórn sjóðsins skipa Eydís Þ. Indriðadóttir, Guðrún Elín Pálsdóttir, Óskar Pálsson og Heimir Hafsteinsson.

Varamenn í stjórn eru Drífa Hjartardóttir og Pétur Magnússon.

Framkvæmdastjóri og endurskoðandi

Framkvæmdastjóri sjóðsins er Þröstur Sigurðsson og endurskoðun sjóðsins er í höndum Deloitte.

Starfsstöð

Frá árinu 1978 hefur sjóðurinn haft starfsstöð og aðstöðu í Verkalýðshúsinu, Suðurlandsvegi 3, Hellu.

Aðildarfélög að sjóðnum

Lífeyrissjóðurinn starfar samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 á grundvelli samkomulags stéttarfélaga og atvinnurekanda frá 19. maí 1969 og 12. desember 1995 og tryggir þau lágmarksréttindi sem þar greinir. Aðildarfélög að sjóððnum nú eru Verkalýðsfélag Suðurlands, FIT Félag iðn- og tæknigreina og Samtök atvinnulífsins. Þeir sem eru að vinna undir samningum og á samningssvæði þeirra greiða til sjóðsins á grundvelli skylduaðildar. 

Arion banki

Eignastýring Arion banka annast rekstur og eignastýringu Lífeyrissjóðs Rangæinga og býður upp á þjónustu fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur í höfuðstöðvum Arion banka, sjá nánar hér.