Samþykkja tilboð ríkisins um uppgjör HFF bréfa
Lífeyrissjóður Rangæinga hefur verið hluti af hópi 18 lífeyrissjóða sem frá árinu 2022 hafa unnið að því að gæta hagsmuna skuldabréfaeigenda HFF34 og HFF44 ásamt ráðgjöfum Logos og Arctica gagnvart íslenska ríkinu. Undanfarið ár hefur sjóðurinn ásamt hópnum átt í viðræðum við fulltrúa ríkisins um lausn þessa máls.
Fimmtudaginn 10.apríl, þegar niðurstaða viðræðna lá fyrir, var haldinn fundur meðal skuldabréfaeigenda.
Á fundinum var lögð fram tillaga um skilmálabreytingu á bréfunum þess efnis að heimilt væri að gera bréfin upp með afhendingu eigna, ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa, gjaldeyri og reiðufé.
Eftir ítarlega greiningu og mat á tilboðinu út frá heildarhagsmunum ákvað sjóðurinn að samþykkja tilboðið.
Til baka