04.01.2022

Skattlagning lífeyrisgreiðslna

Greiddur er tekjuskattur af lífeyrisgreiðslum og öðrum tekjum. Til að tryggja rétta skattlagningu og forðast skattaskuld við álagningu næsta ár er mikilvægt að sjóðfélagi upplýsi sjóðinn um í hvaða skattþrepi skattlagning lífeyrisgreiðslna hans skuli hefjast þegar sótt er um útgreiðslu, eða ef breytingar eiga sér stað.

Tekjuskattur er reiknaður í þremur skattþrepum.

Staðgreiðsluhlutfallið er eftirfarandi vegna ársins 2022

  • Í skattþrepi 1 er 31,45% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur að 370.482 kr.
  • Í skattþrepi 2 er 37,95% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur á bilinu 370.483 kr. - 1.040.106 kr.
  • Í skattþrepi 3 er 46,25% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur frá 1.040.107 kr.

Persónuafsláttur 2022

Það er á ábyrgð lífeyrisþega að upplýsa sjóðinn um nýtingu persónuafsláttar en fullur persónuafsláttur er kr. 53.916 á mánuði vegna ársins 2022.

Skattleysismörk 2022

Skattleysismörk lífeyrisgreiðslna eru kr.171.434 á mánuði miðað við 100% skattkort.

 

Til baka