30.06.2021 15:07

Að loknum ársfundi 2021

Ársfundur Lífeyrissjóðs Rangæinga var haldinn 12. maí sl. á Stracta Hótel á Hellu. Ágætis mæting var á fundinn og fór hann vel fram.

Rekstur sjóðsins gekk vel á árinu, raunávöxtun 7,08% og tryggingafræðileg staða jákvæð.

Breytingar urðu nú á stjórn sjóðsins. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins þau Eydís Þ. Indriðadóttir og Óskar Pálsson, létu bæði af störfum fyrir sjóðinn. Hafa bæði sinnt stjórnarsetu um langt skeið og hafa klárað þann tíma sem heimilt er að sitja í stjórn samfleytt eða 8 ár. Eru þeim hér með færðar þakkir fyrir góð og farsæl störf fyrir sjóðinn og óskað velfarnaðar.

Nýir fulltrúar Samtaka atvinnulífsins eru þau Guðmundur Svavarsson og Margrét Jóna Ísólfsdóttir. Skipa þau stjórn sjóðsins ásamt þeim Guðrúnu Elínu Pálsdóttur og Heimi Hafsteinssyni næsta starfsár eða til ársfundar 2022.

Ársreikningur lífeyrissjóðs Rangæinga 2020


Til baka


09.05.2022 08:43

Ársfundur 2022

05.05.2021 11:27

Ársfundur 2021

05.05.2020 11:47

Ársfundur 2020

29.04.2019 14:45

Ársfundur 2019

12.02.2019 14:18

Sjóðfélagayfirlit

10.08.2018 12:51

Sjóðfélagayfirlit

04.05.2018 14:34

Ársfundur 2018

07.02.2018 13:56

Sjóðfélagayfirlit

23.01.2018 12:14

Sjóðfélagafundur

08.09.2017 11:50

Sjóðfélagayfirlit

14.06.2017 14:51

Aukafulltrúafundur 2017

15.05.2017 11:47

Ársfundur 2017

14.02.2017 14:58

Yfirlit sjóðfélaga

09.05.2016 14:02

Ársfundur 2016

30.04.2015 11:11

Ársfundur 2015

06.05.2014 09:21

Ársfundur 15. maí