04.05.2018

Ársfundur 2018

Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga boðar til ársfundar sjóðsins þriðjudaginn 15. maí nk. Fundurinn verður haldinn á Stracta Hótel á Hellu, í fundarsal á efri hæð, kl. 20.00.

Dagskrá samkvæmt samþykktum sjóðsins.  

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Kynning ársreiknings.
  3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt.
  4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins.
  5. Stjórnarkjör, samkvæmt grein 4.1.
  6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, þegar slíkar tillögur liggja fyrir.
  7. Laun stjórnarmanna.
  8. Kjör endurskoðanda.
  9. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.  

Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru að auki aðgengilegar hér fyrir neðan. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.

Meginniðurstöður ársreiknings Lífeyrissjóðs Rangæinga 2017

Tillögur að samþykktarbreytingum Lífeyrissjóðs Rangæinga 2018

Stjórnin.

Til baka