03.05.2018

Ný staðsetning - lífeyrisráðgjafar í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19

Arion banki sér um eignastýringu og rekstur Lífeyrissjóðs Rangæinga. Nú hefur sú breyting verið gerð á lífeyrisráðgjöf á höfuðborgarsvæðinu að hún fer fram hjá lífeyrisráðgjöfum í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19. Áfram tekur framkvæmdastjóri á móti fyrirspurnum á skrifstofu sjóðsins Suðurlandsvegi 3, 850 Hellu.

Fjölbreyttari þjónustuleiðir

Lögð hefur verið áhersla á að efla og bæta aðgengi að lífeyrisþjónustu með fjölbreyttum þjónustuleiðum. Liður í þeirri þróun er aukin sjálfsafgreiðsla sem fer fram í gegnum Mínar síður en eftir sem áður er alltaf ákveðin þörf fyrir persónulega ráðgjöf ekki síst þegar kemur að útgreiðslu lífeyris.

Mínar síður – sjóðfélagavefur

Á Mínum síðum - sjóðfélagavef er hægt að sækja um útgreiðslu ellilífeyris og nálgast upplýsingar um hreyfingar og stöðu í Lífeyrissjóði Rangæinga en einnig heildarstöðu í öðrum lífeyrissjóðum sem greitt hefur verið í um starfsævina. Við hvetjum alla til að uppfæra netfang og afþakka pappírsyfirlit og fylgjast með stöðunni rafrænt, sé þess kostur.

Fjarfundir og fundarbókanir

Auk móttöku í höfuðstöðvum Arion banka, þá er boðið upp á fjarfundi með lífeyrisráðgjafa í útibúum Arion banka á landsbyggðinni og í Kringlunni í Reykjavík. Mælt er með því að fundir með lífeyrisráðgjafa verði bókaðir fyrir fram þegar því verður við komið.

Er það von okkar að þessi breyting mælist vel fyrir og að allir finni þjónustuleiðir við sitt hæfi.


Til baka