27.04.2018

Stefna um ábyrgar fjárfestingar

Stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga staðfesti stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar á stjórnarfundi þann 24. apríl sl. Með ábyrgum fjárfestingum er átt við fjárfestingar sem auk þess að taka tillit til áhættu og ávöxtunar taka tillit til umhverfis-, félags- og stjórnarhátta. Stefna þessi markar að auki stefnu sjóðsins hvað varðar siðferðileg viðmið í fjárfestingum sem lífeyrissjóðum ber að setja sér samkvæmt 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Til baka