12.07.2017

Breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Rangæinga

Mánudaginn 26. júní sl. voru breytingar á samþykktum sjóðsins samþykktar á aukafulltrúafundi. Samþykktirnar voru í kjölfarið sendar til Fjármála- og Efnahagsráðuneytisins til staðfestingar. Samþykktabreytingarnar hafa nú verið staðfestar af ráðuneytinu og tóku í kjölfarið gildi 1.júlí 2017.

Sjóðfélögum Lífeyrissjóðs Rangæinga býðst því nú að ráðstafa hækkuðu mótframlagi launagreiðanda í samræmi við Salek samkomulagið í tilgreinda séreign. Þeir sjóðfélagar sem kjósa að ráðstafa öllu eða hluta af hækkuðu mótframlagi í tilgreinda séreign þurfa að tilkynna sjóðnum um slíkt á þar til gerðu tilkynningareyðublaði sem nálgast má með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Lífeyrissjóður Rangæinga hvetur sjóðfélaga til að kynna sér efni eyðublaðsins hér að neðan vel.

Ráðstöfun í tilgreinda séreign

Lífeyrissjóður Rangæinga hefur af þessu tilefni gert samstarfssamning við Frjálsa lífeyrissjóðinn um móttöku og ávöxtun iðgjalda sjóðfélaga sem ráðstafa á í tilgreinda séreign. Ráðstöfun iðgjaldanna til Frjálsa lífeyrissjóðsins felur í sér að hann ber ábyrgð á rekstri tilgreindrar séreignar og ávöxtun iðgjaldanna. Sjóðfélögum er einnig í sjálfsvald sett að velja sér annan vörsluaðila kjósi þeir svo.

Til baka