20.11.2015

Nýr launagreiðendavefur opnar

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú höfum við aukið þjónustu við launagreiðendur, með opnun nýs launagreiðendavefs. Vefurinn býður upp á einfaldari vinnslu skilagreina. Hægt er að skila inn skilagreinum í gegnum vefinn á þrjá vegu auk þess sem launagreiðendum geta sjálfir sótt sér yfirlit og séð heildarstöðu þegar þeim hentar. Stefnt er að því að loka núverandi leið fyrir rafræn skil þann 11. desember nk.

Til að komast inn á launagreiðendavefinn þurfa fyrirtæki að vera með Íslykil en hægt er að sækja um hann á island.is/islykill og fá sendan í netbanka fyrirtækisins á örfáum mínútum. Handhafi Íslykils fyrirtækis auðkennir sig inn á launagreiðendavefinn, en mælt er með því að hann gefi þeim aðila sem sér um iðgjaldaskil umboð til skráningar svo að hann geti auðkennt sig með sínum persónulega íslykli eða rafrænum skilríkjum. Á arionbanki.is/launagreidendur er að finna leiðbeiningar sem sýna skref fyrir skref hvernig nota á launagreiðendavefinn og svör við algengum spurningum. Við hvetjum þig til að kynna þér málið.

Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 14–15 er launagreiðendum boðið á námskeið í notkun launagreiðendavefsins í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Skráning fer fram á netfanginu launagreidendur@arionbanki.is. Við erum alltaf fús til að aðstoða þig og þína. Þú getur náð í okkur í netspjallinu, í tölvupóstfanginu launagreidendur@arionbanki.is, í síma 444 7000 eða komið við í útibúi Arion banka, Borgartúni 18. Nánar hér.

Þess má geta að þeir sem nýta sér launagreiðendavefinn fyrir 10. desember nk. komast í pott og eiga möguleika á að vinna morgunverðarhlaðborð fyrir deildina/vinnustaðinn sinn.

 

Til baka