13.05.2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs Rangæinga 15. maí 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs Rangæinga verður haldinn miðvikudaginn 15. maí næstkomandi, kl. 20:00 í Verkalýðshúsinu á Hellu, fundarsal á jarðhæð.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Kynning ársreiknings
  3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt
  4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
  5. Stjórnarkjör
  6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
  7. Laun stjórnarmanna
  8. Kjör endurskoðanda
  9. Önnur mál

Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.

Til baka