Ef þú leggur fyrir 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað færð þú 2% mótframlag frá launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum. Frá og með 1. júlí 2014 geta launþegar lagt 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og dregið frá skattskyldum tekjum. 

Ekki verða af mótframlaginu - byrjaðu að spara strax í dag!  

Af hverju ætti ég að greiða í viðbótarlífeyrissparnað?
  • Mótframlag: stærsti kostur viðbótarlífeyrissparnaðar er mótframlag launagreiðanda en ef þú leggur fyrir 2% af launum, færð þú 2% mótframlag frá launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum.
  • Skattahagræði: þú greiðir engan fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum líkt og gert er í hefðbundnum sparnaði. Auk þess er enginn erfðafjárskattur greiddur við fráfall ef erfingjar eru maki eða börn. Iðgjald þitt er frádráttarbært frá tekjuskattstofni, en tekjuskattur er ekki greiddur fyrr en við útgreiðslu sparnaðarins. Jafnframt er hægt að nýta persónuafslátt til að lækka tekjuskattinn ef hann er ekki nýttur annars staðar.
  • Erfanleiki: við andlát rétthafa gengur viðbótarlífeyrissparnaður til erfingja hins látna og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga, 2/3 til maka og 1/3 til barna.
  • Ekki aðfararhæfur: viðbótarlífeyrissparnaður er ekki aðfararhæfur sparnaður og því ekki hægt að ganga að honum vegna fjárhagslegra skuldbindinga s.s. gjaldþrots.
  • Ábyrgð: Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist vangreiddar greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað við gjaldþrot launagreiðanda. Ábyrgðin takmarkast við 4% af launum sem fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir úrskurðardag eða frestdag, sé það hagstæðara.
  • Þægilegur: viðbótarlífeyrissparnaður er einstaklega þægilegur sparnaður þar sem launagreiðandi sér um að standa skil á honum.

Allir hafa frjálst val um hvert þeir greiða viðbótarlífeyrissparnað sinn. Kynntu þér málið.