Aðalstjórn
Guðrún Elín Pálsdóttir
Formaður stjórnar
Kosin til eins árs á ársfundi 2021
Starfsheiti
Formaður og framkv.stjóri Verkalýðsfélags Suðurlands.
Menntun
- Hefur staðist hæfismat FME vegna setu í stjórn eftirlitsskylds aðila
- Hefur lokið Skrifstofubraut 1 frá Menntaskólanum í Kópavogi 2015
- Ýmis námskeið hjá Starfsgreinasambandi Íslands og ASÍ.
- Fræðslunet Suðurlands 2011-2012, almennt nám
- NTV – bókhaldsnámskeið
- Hótel- og veitingaskóli Íslands, 1987-1990
Starfsferill
- Starfandi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands frá maí 2002. Formaður og framkvæmdastjóri frá apríl 2016.
Guðmundur Svavarsson
StjórnarmaðurSkipaður til tveggja ára á ársfundi 2021.
Starfsheiti
Framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf.
Menntun
- Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, 1990.
- PMD stjórnendanám frá Háskólanum í Reykjavík, 2015.
- Ýmis starfstengd námskeið á sviði stjórnunar og reksturs.
- Hefur staðist hæfismat FME vegna setu í stjórn eftirlitsskylds aðila, 2021.
Starfsferill
- Reykjagarður hf. framkvæmdastjóri frá 2018.
- Sláturfélag Suðurlands 1996-2018. Framleiðslustjóri frá 2001.
- Kaupfélag Rangæinga 1990-1995.
- Landsbanki Íslands 1985-1989.
- Skógrækt ríkisins 1983-1985.
Áður aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga 2000 - 2006 og varamaður 2006 - 2013.
Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Varaformaður/ritari stjórnar
Skipuð til eins árs á ársfundi 2021.
Starfsheiti
Skrifstofu- og fjármálastjóri Rangárþings eystra.
Menntun
- BS í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, 2007
- Ýmis starfstengd námskeið á sviði opinberrar stjórnsýslu og matvælaframleiðslu.
- Hefur staðist hæfismat FME vegna setu í stjórn eftirlitsskylds aðila, 2021.
Starfsferill
- Skrifstofu- og fjármálastjóri Rangárþings eystra frá 2018.
- Hótelstjóri hjá Hótel Fljótshlíð frá 2014 til 2018.
- Stundakennari hjá Tónlistarskóla Rangæinga frá 2014 til 2016.
- Sölu- og markaðsstjóri Mjólku og Vogabæjar frá 2007 til 2013.
Heimir Hafsteinsson
Stjórnarmaður
Kosinn til tveggja ára á ársfundi 2020.
Starfsheiti
Umsjónarmaður fasteigna og úttektarmaður hjá byggingafulltrúaembætti Rangárþings ytra.
Menntun
- Hefur staðist hæfismat FME vegna setu í stjórn eftirlitsskylds aðila
- Rekstrar- og viðskiptanám við Endurmenntun Háskóla Íslands 2006
- Nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands 2003
- Meistarapróf í húsasmíði 1988
Starfsferill
- Umsjónarmaður fasteigna og úttektarmaður hjá byggingafulltrúaembætti Rangárþings ytra, frá júlí 2014
- Sjálfstæður trésmíðaverktaki, verkstjóri hjá trésmíðaverktaka og byggingastjóri frá 2007